Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 23. febrúar 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Leverkusen getur komist í ellefu stiga forystu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýska helgin fer af stað með látum þegar topplið Bayer Leverkusen tekur á móti fallbaráttuliði Mainz í kvöld og getur aukið forystu sína á toppi Bundesligunnar upp í ellefu stig með sigri.

Lærisveinar Xabi Alonso hafa verið á ótrúlegu skriði og eru enn taplausir í öllum keppnum það sem af er tímabils. Það eru afar fáir sem búast við að sú staðreynd breytist í kvöld.

Á morgun, laugardag, eru nokkrir áhugaverðir slagir á dagskrá áður en Þýskalandsmeistarar FC Bayern taka á móti RB Leipzig í stórleik dagsins.

Bayern þarf sigur eftir þrjá tapleiki í röð í öllum keppnum, en það var tilkynnt í gær að Thomas Tuchel mun ekki stýra félaginu lengur heldur en út tímabilið. Mögulegt er að Tuchel verði rekinn fyrir lok tímabilsins ef árangur Bæjara snýst ekki við.

Stuttgart situr í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Bayern, og tekur á móti fallbaráttuliði Köln á meðan Borussia Mönchengladbach, Union Berlin og Werder Bremen eiga heimaleiki.

Að lokum eru þrír leikir á dagskrá á sunnudeginum, þar sem Eintracht Frankfurt spilar við Wolfsburg áður en Borussia Dortmund fær Hoffenheim í heimsókn í spennandi slag.

Augsburg og Freiburg eigast við í lokaleik helgarinnar, en það eru sex sæti og sex stig sem skilja liðin að í efri og neðri hluta stöðutöflunnar.

Föstudagur:
19:30 Leverkusen - Mainz

Laugardagur:
14:30 Union Berlin - Heidenheim
14:30 Gladbach - Bochum
14:30 Werder Bremen - Darmstadt
14:30 Stuttgart - Köln
17:30 Bayern - RB Leipzig

Sunnudagur:
14:30 Eintracht Frankfurt - Wolfsburg
16:30 Dortmund - Hoffenheim
18:30 Augsburg - Freiburg
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner