Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 23. mars 2013 12:50
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Blikar á toppinn eftir sigur gegn Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 1 Selfoss
1-0 Jökull Elísabetarson ('48)
2-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('72)
2-1 Ingi Rafn Ingibergsson ('77)
3-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('81)

Blikar eru komnir á topp riðils 2 í A deild Lengjubikars karla eftir auðveldan sigur gegn Selfyssingum í Fífunni.

Staðan var markalaus í hálfleik en Jökull Elísabetarson var ekki lengi að koma Blikum yfir eftir að síðari hálfleikur var flautaður á, en hann skoraði aðeins þremur mínútum eftir leikhlé.

Elfar Árni Aðalsteinsson tvöfaldaði forskot Blika þegar um tuttugu mínútur voru eftir en Ingi Rafn Ingibergsson minnkaði muninn í eitt mark áður en Elfar Árni glultryggði Blikum sigurinn með marki á 81. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner