mán 23. mars 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Rooney vill klára tímabiilið: Liverpool verðskuldar titilinn
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, leikmaður Derby, vill að tímabilið verði klárað í ensku úrvalsdeildinni og Liverpool fái tækifæri til að enda 30 ára bið eftir titlinum. Búið er að fresta ensku úrvalsdeildinni til að minnsta kosti 30. apríl vegna kórónuveirunnar.

Rooney er uppalinn hjá nágrönnum Liverpool í Everton en hann spilaði einnig lengi með erkifjendunum í Manchester United.

„Liverpool mun vinna ensku úrvalsdeildina. Eins og þið getið ímyndað ykkur þá eru stuðningsmenn Everton að hringja í mig og segja 'Timabilinu hefur verið afýst!' Auðvitað sem stuðningsmaður Everton og fyrrum leikmaður Manchester United í 13 ár, þá er hluti af mér sem myndi telja að það væri gott," segir Rooney í pistli í Sunday Times.

„En nei, Liverpool hefur spilað stórkostlega. Þeir hafa lagt svo mikla vinnu á sig og þeir verðskulda þennan titil. Getur þú ímyndað þér að bíða í 30 ár og lenda síðan í þessu. Rétta ákvörðunin hefur verið tekin (að reyna að klára tímabilið)".

„Það er líka rétta lausnin upp á það hvaða lið fara upp, falla og fara í Meistaradeildina. Þetta eru stór mál fyrir félög í þessari baráttu og ég get ímyndað mér mikla lögfræðibaráttu ef að tímabilinu yrði aflýst."

„Sanngjarnast er að klára tímabilið 2019/2020 jafnvel þó að við myndum missa af næsta tímabili í staðinn."

„Ég væri ekki hissa ef að það taki út árið 2020 að klára tímabilið. Fótboltinn er í óvissu eins og aðrir geirar og eins og hjá öllum öðrum þarf að hlusta á ráðleggingar og fara varlega. Það útilokar að mínu mati að klára tímabilið strax fyrir luktum dyrum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner