mán 23. mars 2020 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM í PES: Fimm töp og einn sigur hjá Íslandi
Undankeppni UEFA í PES fór fram í dag
Undankeppni UEFA í PES fór fram í dag
Mynd: UEFA
Íslenska landsliðið í e-fótbolta spilaði við þrjár þjóðir í undankeppni Evrópumótsins í tölvuleiknum Pro Evolution Soccer 2020 í dag en liðið mætti þar Rússlandi, Austurríki og Póllandi. Leiknum gegn Ísrael var frestað.

Mörg íslensk íþróttafélög hafa lagt mikið púður í að koma rafíþróttum á kortið og ákvað UEFA að vera með Evrópumót fyrir landsliðin þetta árið.

Ísland er í riðli með Rússlandi, Austurríki, Póllandi og Ísrael í riðli og vanns einn leikur í dag.

Ísland tapaði fyrir Rússum samanlagt 7-0. Fyrri leikurinn fór 2-0 fyrir Rússland en sá síðari 5-0. Íslensku spilarnir mættu Austurríki næst þar sem liðið tapaði 5-1 áður en Aron Þormar Lárusson úr Fylki tók við fjarstýringunni og náði í eina sigur Íslands í kvöld í síðari leiknum gegn Austurríki.

Aron var ekki í höfuðstöðvum KSÍ þar sem hann er sem stendur í sóttkví en það kom fram hjá lýsendum í beinni útsendingu á Youtube. Ísland mætti svo næst Póllandi. Íslenska liðið komst í 1-0 en Pólverjar skoruðu tvö mörk á níu mínútum og unnu fyrri leikinn.

Pólland vann seinni leikinn 3-0. Ísland á eftir að spila við Ísrael en tengingin slitnaði áður en leikirnir fóru fram. Það er þó vert að taka það fram að PES er ekki fyrsti kostur hjá spilurunum en FIFA-leikirnir verið leiðandi á Íslandi síðasta áratuginn eða svo á meðan PES hefur þótt afar vinsæll í S-Ameríku.

Úrslit dagsins:

Ísland 0 - 5 Rússland
Ísland 0 - 2 Rússland
Ísland 1 - 5 Austurríki
Ísland 1 - 0 Austurríki
Ísland 1 - 2 Pólland
Ísland 0 - 3 Pólland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner