Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 23. mars 2025 21:11
Anton Freyr Jónsson
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Icelandair
Stefán Teitur Þórðarson spilaði sem miðvörður í dag
Stefán Teitur Þórðarson spilaði sem miðvörður í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er bara svekkjandi og lélegt af okkar hálfu. Fyrri hálfleik vantaði allar undirstöður og eins og við töluðum um í fyrri leiknum að vinna seinni bolta, vorum rosalega langt frá hvorum öðrum og vorum bara ekki á þeim klassa sem við eigum að spila á."  sagði Stefán Teitur Þórðarson eftir tapið gegn Kosóvó í dag en Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðardeildar UEFA 


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  3 Kósovó

„Við byrjuðum flott og settum góða pressu á þá þannig en svo voru bara mörkin léleg, hjá mér sjálfum ég man hvort það hafi verið fyrsta eða annað markið að ég á fína tæklingu en síðan á ég bara að klára manninn, ég reyni að kalla Bjarka út þú veist. Ég nenni ekki að standa hérna og tala um að þetta sé í fyrsta skipti sem ég spila hafsent ég á bara að klára manninn þarna."

Arnar Gunnlaugsson eins og allir lesendur Fótbolta.net vita er nýtekinn við landsliðinu og við taka nýjir tímar hjá Íslenska landsliðinu.

„Við þurfum bara að taka ábyrgð sem lið og horfa fram á veginn. Það hefur ekkert breyst að við séum minna spenntir eða jákvæðir. Við erum með frábært lið og við verðum að finna þessa einföldu hluti sem við erum rosalega góðir í og getum spilað þegar við erum að spila góða leiki."
Athugasemdir