Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 23. apríl 2024 11:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búnir að eyrnamerkja leik fyrir Jón Guðna - Ekki spilað í tvö og hálft ár
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jón Guðni Fjóluson samdi við Íslands- og bikarmeistara Víkings í vetur. Jón Guðni hefur glímt við erfið meiðsli sem hafa haldið honum lengi frá vellinum en það styttist í endurkomu.

Hann var einn af þremur reynslumiklum leikmönnum Víkings sem voru utan hóps gegn Breiðabliki á sunnudag. Hinir tveir eru Matthías Vilhjálmsson og Valdimar Þór Ingimundarson.

Aron Elís Þrándarson kom hinsvegar af bekknum í sigrinum gegn Blikum og lék sinn fyrsta leik í Bestu deildinni þetta tímabilið.

„Matti var ekki klár í dag. Valdi er því miður meiddur. Við erum líka að gera mönnum mínútur. Þetta er bara smávægilegt, erum að fá menn til baka, búið að vera smá bras í þessum fyrstu leikjum - margir leikmenn svolítið seinir í gang eins og eðlilegt er."

„Við erum að fá menn til baka. Það er leikur 12. maí gegn FH sem er eyrnamerktur fyrir Jón Guðna. Matti og Valdi verða vonandi klárir í næsta leik. Hægt og bítandi erum við að ná vopnum okkar. Það sem er jákvætt líka að á meðan þetta gekk yfir þá erum við samt að vinna leiki,"
sagði Arnar.

Jón Guðni er 35 ára varnarmaður sem spilaði síðast leik 3. október árið 2021.

Víkingur á leik gegn Víði á fimmtudaginn í 32-liða úrslitum bikarsins. Svo á liðið leik gegn KA um næstu helgi.
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 7 6 0 1 18 - 7 +11 18
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 7 4 0 3 11 - 11 0 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    KR 7 3 1 3 13 - 12 +1 10
7.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
8.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 7 2 0 5 5 - 16 -11 6
11.    KA 7 1 2 4 11 - 15 -4 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner