Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 23. apríl 2024 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Miðvörður Gróttu leysti af í marki og var hetjan í vítaspyrnukeppni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rakel Lóa (f.m) hoppaði í markið og varði síðan víti í vítakeppninni
Rakel Lóa (f.m) hoppaði í markið og varði síðan víti í vítakeppninni
Mynd: Grótta
HK 1 - 1 Grótta (3-4, eftir vítakeppni)
0-1 Hildur Björk Búadóttir ('73 )
1-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('86 )

Grótta er komin áfram í 2. umferð MJólkurbikars kvenna eftir sigur á HK í vítakeppni í Kórnum í kvöld. Rakel Lóa Brynjarsdóttir, miðvörður Gróttu, fór í markið vegna manneklu og sá til þess að liðið kæmist áfram.

Rakel, sem er fædd árið 2004, er uppalin í Gróttu, en hefur einnig spilað fyrir HK.

Gróttu vantaði markvörð fyrir leikinn í kvöld þar sem Margrét Rún Stefánsdóttir er meiddi og þá er Þórdís Ösp Melsteð ekki komin heim úr námi í Bandaríkjunum, en Rakel ákvað að taka ábyrgðina.

Hildur Björk Búadóttir kom Gróttu yfir á 73. mínútu en Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði þrettán mínútum síðar. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og þá var ekkert skorað í framlengingu.

Það þurfti vítakeppni til að knýja fram sigurvegara og þar reyndist Rakel hetjan. Hún varði eina spyrnu og þá skutu HK-ingar annarri spyrnu yfir markið. Grótta skoraði úr fjórum spyrnum og kom sér áfram í næstu umferð, en liðið mætir Haukum á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner