Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 23. apríl 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Hákonar orðaður við West Ham
Paulo Fonseca.
Paulo Fonseca.
Mynd: Getty Images
Paulo Fonseca, stjóri Lille í Frakklandi, er á meðal þeirra sem eru á lista West Ham ef félagið ákveður að skipta um stjóra í sumar.

Samningur David Moyes er að renna út og er Lundúnafélagið að íhuga stjórastöðuna hjá félaginu.

Ruben Amorim, stjóri Sporting Lissabon, fundaði með West Ham en samkvæmt nýjustu fréttum frá Portúgal ætlar hann að hafna félaginu.

Julen Lopetegui, sem síðast stýrði Wolves, og Fonseca eru á meðal þeirra stjóra sem West Ham er að skoða.

Samningur Fonseca hjá Lille rennur út í sumar en hjá franska félaginu þjálfar hann íslenska landsliðsmanninn Hákon Arnar Haraldsson. Fonseca, sem er frá Portúgal, stýrði Shakhtar Donetsk og Roma áður en hann tók við Lille árið 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner