Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 11:14
Elvar Geir Magnússon
Hefur ollið Ferdinand miklum vonbrigðum
Manuel Ugarte.
Manuel Ugarte.
Mynd: EPA
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: EPA
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur gagnrýnt Manuel Ugarte og segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með úrúgvæska miðjumanninn síðan hann kom á Old Trafford.

Ugarte hefur ekki fundið sig síðan hann var keyptur til United frá PSG fyrir 51 milljón punda á síðasta tímabili

„Í hreinskilni sagt hefur hann ollið mér mikilum vonbrigðum. Þegar hann var keyptur var sagt að þetta var týpan sem vantaði í liðið, öflugur miðjumaður sem gæti hlaupið og tæklað," segir Ferdinand.

„Það hefur ekki raungerst. Ég hef ekki séð leikmanninn sem fólk var að lýsa. Hann hefur engan veginn stimplað sig inn. Það verður stór áskorun fyrir Michael Carrick að ná meiru út úr honum."

Getur náð miklu úr Sesko
Ferdinand tjáði sig einnig um sóknarmanninn Benjamin Sesko og telur að hann muni verða betri undir stjórn Carrick.

„Carrick skilur hvernig sóknarmenn hugsa og hvað þeir þurfa. Ég held að hann muni setja púslin rétt í kringum Sesko. Þegar það er kveikt á honum er hann einn af þessum leikmönnum sem þú vilt ekki mæta, hann er með hraða, styrk og getur stokkið."

United er sem stendur í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á heimaleik gegn grönnunum í Man City næsta sunnudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner