Ítalska félagið Roma er að ganga frá kaupum á hinum 18 ára gamla Robinio Vaz frá franska félaginu Marseille en hann lenti í Róm í gærkvöldi til að ganga frá sínum málum.
Vaz er 18 ára gamall franskur framherji sem hefur skorað fjögur mörk í nítján leikjum með Marseille á tímabilinu.
Á dögunum náði Roma samkomulagi við Marseille um kaup á Vaz, en kaupverðið nemur um 25 milljónum evra.
Sóknarmaðurinn lenti í Róm í gærkvöldi til að gangast undir læknisskoðun og mun síðan skrifa undir langtímasamning í kjölfarið.
Vaz er afar efnilegur leikmaður sem hefur spilað þrettán leiki og skoraði fjögur mörk fyrir yngri landslið Frakklands.
Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
?????? Robinio Vaz has just landed in Roma to join AS Roma from Olympique Marseille.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 13, 2026
€22m fee, €3m add-ons, 10% sell-on clause to OM.
???? @gabspalletta pic.twitter.com/EY0Hx80E8N
Athugasemdir


