Valur hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net lagt fram nýtt tilboð í Shkelzen Veseli leikmann Leiknis. Fótbolti.net sagði frá því í síðustu viku að Valur hefði boðið í sóknarsinnaða miðjumanninn. Leiknir samþykkti ekki það tilboð.
Valur hefur hækkað sig og vonast til að landa sóknarsinnaða miðjumanninum.
Shkelzen er fæddur árið 2004, uppalinn hjá Leikni og hefur verið í stóru hlutverki síðustu tímabil hjá félaginu.
Valur hefur hækkað sig og vonast til að landa sóknarsinnaða miðjumanninum.
Shkelzen er fæddur árið 2004, uppalinn hjá Leikni og hefur verið í stóru hlutverki síðustu tímabil hjá félaginu.
Fótbolti.net sagði frá því í fyrri frétt um áhuga Vals á Shkelzen að fleiri félög hefðu sýnt honum áhuga. Samkvæmt heimildum vildu HK og Þróttur fá hann til sín á síðasta ári.
Á síðasta tímabili skoraði Shkelzen sex mörk í tuttugu leikjum í deild og bikar og fimm mörk tímablið þar á undan. Alls á hann að baki 108 KSÍ leiki fyrir Leikni og hefur í þeim skorað sextán mörk.
Hann er samningsbundinn Leikni út þetta ár. Hann var á sínum tíma í úrtakshópum bæði í U17 og U19 landsliðunum.
Athugasemdir



