Mónakó í frönsku deildinni hefur sótt belgíska varnarmanninn Wout Faes á láni frá enska B-deildarliðinu Leicester City.
Faes, sem er 27 ára gamall, hefur verið á mála hjá Leicester síðustu fjögur ár.
Hann þekkir vel til í Frakklandi eftir að hafa leikið með Reims frá 2020 til 2022, en einnig hefur hann spilað í Belgíu.
Mónakó hefur nú landað Faes á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann í sumar.
Miðvörðurinn á 28 A-landsleiki með Belgíu og fór meðal annars með landsliðinu á bæði EM og HM.
Franski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
???????????????????????????????????? ???????????????? ???????? pic.twitter.com/iU03c4KsTE
— AS Monaco ???????? (@AS_Monaco) January 13, 2026
Athugasemdir




