Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 11:29
Elvar Geir Magnússon
„Vissi ekki að ég væri að fara að þjálfa í leikskóla“
Xabi Alonso á æfingasvæði Real Madrid.
Xabi Alonso á æfingasvæði Real Madrid.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Xabi Alonso var rekinn frá Real Madrid í vikunni en spænskir fjölmiðlar telja að á endanum hafi slæmt samband hans við hluta af leikmannahópnum orðið honum að falli.

Marca segir að Alonso hafi fengið nóg á einhverri æfingu fyrir áramót og látið leikmenn heyra það fyrir hegðun sína.

„Ég vissi ekki að ég væri að fara að þjálfa í leikskóla,“ sagði hann á æfingunni, við litla hrifningu einhverra leikmanna og þessi ummæli setið í þeim.

Alonso fannst leikmenn ekki vera að framfylgja kröfum sínum og honum mistókst að innleiða ákefðar-pressukerfið sem einkenndi Bayer Leverkusen undir hans stjórn.

Alonso náði ekki tökum á stórstjörnum eins og Vinicius Junior og var rekinn innan við sólarhring eftir að hafa tapað 3-2 gegn Barcelona í úrslitaleik Ofurbikarsins.

Alvaro Arbeloa er tekinn við Real Madrid og talið er að hann muni stýra liðinu út tímabilið að minnsta kosti.
Athugasemdir
banner