Þriðji þátturinn í 16-liða úrslitum Fótbolta nördans, en í þessum þætti eigast við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fyrir RÚV og Helgi Guðjónsson fyrir Víking. Þáttastjórnandi, dómari og spyrill er að vanda Haraldur Örn Haraldsson en hann er meðhöfundur spurninga ásamt Sverri Erni Einarssyni.
Fótbolta Nördinn er spurningakeppni sem er spiluð í sex liðum: Hraðaspurningar, Ferillinn, Byrjunarliðið, Almenn kunnátta, Tölfræðin og Síðasti séns.
Þættirnir koma einnig inn á Youtube rás fótbolti.net og í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir




