Það liðu yfir sex mínútur frá því að Antoine Semenyo, leikmaður Manchester City, kom boltanum í mark Newcastle í annað sinn þar til Chris Kavanagh dómari dæmdi markið af.
Eftir langa VAR skoðun í undanúrslitaleik enska deildabikarsins í gær var markið dæmt ógilt og óhætt er að segja að þetta hafi skapað mikinn pirring meðal fótboltaáhugafólks sem horfði á leikinn.
Semenyo skoraði eftir horn en Erling Haaland var dæmdur rangstæður þar sem hann var milli markvarðarins Nick Pope og Malick Thiaw.
City vann að lokum 2-0 útisigur í þessum fyrri undanúrslitaleik en aðalumræðuefnið í kringum leikinn er þetta mark sem var dæmt af.
Sjálfvirka rangstöðutæknin náði ekki að nema rangstöðuna svo Stuart Attwell sem var VAR dómari tók sér góðan tíma í að teikna línur og meta þetta áður en hann sendi svo Kavanagh í skjáinn.
Eftir langa VAR skoðun í undanúrslitaleik enska deildabikarsins í gær var markið dæmt ógilt og óhætt er að segja að þetta hafi skapað mikinn pirring meðal fótboltaáhugafólks sem horfði á leikinn.
Semenyo skoraði eftir horn en Erling Haaland var dæmdur rangstæður þar sem hann var milli markvarðarins Nick Pope og Malick Thiaw.
City vann að lokum 2-0 útisigur í þessum fyrri undanúrslitaleik en aðalumræðuefnið í kringum leikinn er þetta mark sem var dæmt af.
Sjálfvirka rangstöðutæknin náði ekki að nema rangstöðuna svo Stuart Attwell sem var VAR dómari tók sér góðan tíma í að teikna línur og meta þetta áður en hann sendi svo Kavanagh í skjáinn.
Newastle goðsögnin Alan Shearer viðurkenndi að hann hefði orðið brjálaður ef mark hefði verið tekið af Newcastle með þessum hætti og sparkspekingurinn Chris Sutton sagði: „Við erum búin að missa leikinn."
„Ef markið hefði verið látið standa hefði ekki verið einn einasti einstaklingur sem hefði haldið því fram að það hefði átt að dæma það af. Það vill enginn sjá fótbolta svona," sagði Jamie Redknapp.
Samkvæmt ströngustu lögum er hægt að réttlæta niðurstöðuna en svo er spurning hvenær VAR á að skipta sér af og hvenær ekki. Flokkast þetta sem augljós mistök?
Miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlum eru flestir fótboltaunnendur sammála Redknapp. Það vill enginn sjá fótbolta með þessum hætti. Atvikið má sjá hér að neðan:
Athugasemdir

