Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 23. apríl 2025 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Höskuldur fagnar sigurmarki sínu.
Höskuldur fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var góður 'climax' á frekar skemmtilegum leik. Þetta var bara kirsuberið," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir dramatískan sigur á nágrönnunum í Stjörnunni í Bestu deild karla í kvöld.

Það virtist stefna í 1-1 jafntefli en Höskuldur tók þá málin í sínar hendur og skoraði sigurmarkið með langskoti í blálokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Það fór einn í slá og einn í stöng. Við fengum margar góðar stöður og mörg færi. Það hlaut síðan að detta þegar það kom smá dautt móment. Það vill oft verða þannig."

„Það var gaman að gera þetta fyrir framan fulla stúku í þessum nágrannaslag sem eru alltaf skemmtilegir. Áhorfendum og unnendum fótboltans finnst gaman að sjá þessi lið mætast."

Höskuldur átti nokkur skot í leiknum sem rötuðu ekki alveg á rammann. Svo kom augnablikið í lokin.

„Ég var búinn að hlaða fótinn helvíti illa verð ég að segja. Erfiðasta skotfærið datt síðan. Halla sér yfir boltann, kom loksins á 93. mínútu."

„Það eru sætar minningar þegar það er drama í þessu og geðshræringar. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu, frábært svar fyrir dýran tíu mínútna kafla í síðasta deildarleik," sagði Höskuldur að lokum.
Athugasemdir
banner