Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 23. apríl 2025 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Höskuldur fagnar sigurmarki sínu.
Höskuldur fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var góður 'climax' á frekar skemmtilegum leik. Þetta var bara kirsuberið," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir dramatískan sigur á nágrönnunum í Stjörnunni í Bestu deild karla í kvöld.

Það virtist stefna í 1-1 jafntefli en Höskuldur tók þá málin í sínar hendur og skoraði sigurmarkið með langskoti í blálokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Það fór einn í slá og einn í stöng. Við fengum margar góðar stöður og mörg færi. Það hlaut síðan að detta þegar það kom smá dautt móment. Það vill oft verða þannig."

„Það var gaman að gera þetta fyrir framan fulla stúku í þessum nágrannaslag sem eru alltaf skemmtilegir. Áhorfendum og unnendum fótboltans finnst gaman að sjá þessi lið mætast."

Höskuldur átti nokkur skot í leiknum sem rötuðu ekki alveg á rammann. Svo kom augnablikið í lokin.

„Ég var búinn að hlaða fótinn helvíti illa verð ég að segja. Erfiðasta skotfærið datt síðan. Halla sér yfir boltann, kom loksins á 93. mínútu."

„Það eru sætar minningar þegar það er drama í þessu og geðshræringar. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu, frábært svar fyrir dýran tíu mínútna kafla í síðasta deildarleik," sagði Höskuldur að lokum.
Athugasemdir
banner