Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   mið 23. apríl 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe „ætti að vera klár" fyrir stórleikinn
Mynd: EPA
Kylian Mbappe var ekki með Real Madrid um helgina þegar liðið vann nauman sigur á Athletic Bilbao þar sem hann tók út leikbann.

Carlo Ancelotti staðfesti að hann verður heldur ekki með liðinu gegn Getafe í kvöld þar sem hann er meiddur.

Hann meiddist á ökkla í tapinu gegn Arsenal í síðustu viku.

„Hann er ekki klár í slaginn en hann mun æva næstu daga. Ég tel að hann ætti að vera klár í slaginn fyrir laugardaginn," sagði Ancelotti.

Real Madrid mætir Barcelona í úrslitum spænska bikarsins á laugardaginn en Fótbolti.net mun sýna leikinn í beinni útsendingu í samvinnu við Livey. Leikurinn mun kosta 1000 krónur.
Athugasemdir
banner