Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. maí 2020 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kurr í hópi Barcelona - Allir nema sex til sölu
Mynd: Getty Images
Griezmann er öruggur með að vera áfram.
Griezmann er öruggur með að vera áfram.
Mynd: Getty Images
Það er góð ástæða fyrir stuðningsmenn Barcelona að hafa áhyggjur af stöðu mála. Andrúmsloftið í búningsklefanum er samkvæmt heimildum Marca ekki upp á marga fiska.

Fjárhagsstaða félagsins er ekki góð og er meirihluti leikmanna félagsins til sölu í sumar. Það fer ekki vel í þá leikmenn sem vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Clement Lenglet, varnarmaður hjá félaginu, hefur tjáð sig um stöðuna.

„Sem fótboltamenn vitum eið ekki hvað gerist í framtíðinni en ég vona að ég verði leikmaður Barcelona á næstu leiktíð," sagði Frakkinn við RMC.

„Það fer eftir hvað gerist í glugganum. Þetta eru sérstakir tímar hjá félögum og enginn leikmaður er undanþeginn fyrir neinu, en ég vonast til að vera áfram."

Óvissa
Lenglet er ekki sá eini sem hefur tjáð sig því Ivan Rakitic tjáði sig nýlega um stöðu mála: „Ég hefði verið til í að félagið hefði tilkynnt mér að ég yrði áfram, til að slúðrið myndi hætta," sagði Rakitic við Cadena COPE.

Samkvæmt heimildum Marca eru það einungis Marc-Andre ter Stegen, Gerard Pique, Frenkie de Jong, Antoine Griezmann, Lionel Messi og Ansu Fati sem eru öryggir um að vera áfram hjá félaginu.

Rakitic, Arturo Vidal, Neto, Ousmane Dembele, Moussa Wague, Junior Firpo og Jean-Clair Todibo eru allir líklegir til að yfirgefa félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner