Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. maí 2020 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
La Liga getur hafist frá og með 8. júní
Barcelona er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
Barcelona er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Spænska úrvalsdeildin, La Liga, getur hafist frá og með 8. júní næstkomandi.

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hefur sagt frá þessum tíðindum, en vonast hafði verið til að byrja deildina aftur þann 12. júní. Það er þó ekki búið að tilkynna það formlega hvenær deildin mun í raun og veru hefjast.

„Stjórnvöld og heilbrigðisráðuneytið hafa gefið grænt ljós á að deildin geti hafist aftur frá og með mánudeginum 8. júní," sagði Sanchez á blaðamannafundi í dag.

Lið á Spáni byrjuðu að æfa í þessari viku, rétt eins og lið á Englandi, tveimur mánuðum eftir að allt var sett í pásu vegna kórónuveirunnar.

Rúmlega 28,600 hafa látið lífið vegna veirunnar á Spáni og hafa rúmlega 281 þúsund manns smitast.

Barcelona er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á undann Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner