Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. maí 2020 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Dortmund setur pressu á Bayern í titilbaráttunni
Guerreiro og Hakimi.
Guerreiro og Hakimi.
Mynd: Getty Images
Werder Bremen vann mikilvægan sigur í titilbaráttunni.
Werder Bremen vann mikilvægan sigur í titilbaráttunni.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund er heldur betur að byrja vel eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Afar fróðlegt verður að sjá hvernig leikur Dortmund og Bayern fer í næstu viku, en sá leikur mun væntanlega ráða miklu ef ekki öllu um hvaða lið verður Þýskalandsmeistari.

Dortmund vann Schalke 4-0 um síðustu helgi og í dag fór liðið í Volkswagen-bæinn og vann þar sigur á Wolfsburg. Það voru bakverðir Dortmund, Raphael Guerreiro og Achraf Hakimi, sem skoruðu mörk Dortmund í leiknum.

Dortmund er einu stigi á eftir Bayern, en Bæjarar eiga leik til góða gegn Frankfurt á eftir. Eins og áður kemur fram þá mætast Bayern og Dortmund í næstu viku, á heimavelli Dortmund næsta þriðjudag.

Bayer Leverkusen er komið upp fyrir Borussia Mönchengladbach eftir góðan útisigur á lærisveinum Marco Rose. Kai Havertz skoraði tvennu fyrir Leverkusen.

Werder Bremen vann mikilvægan sigur í fallbaráttunni og þá skildu Paderborn og Hoffenheim jöfn. Samúel Kári Friðjónsson var ekki í hóp hjá botnliði Paderborn, en hann er líklega að glíma enn við einhver smávægileg meiðsli.

Smelltu hér til að sjá hvernig staðan er í deildinni.

Borussia M. 1 - 3 Bayer
0-1 Kai Havertz ('7 )
1-1 Marcus Thuram ('52 )
1-2 Kai Havertz ('58 , víti)
1-3 Sven Bender ('81 )

Wolfsburg 0 - 2 Borussia D.
0-1 Raphael Guerreiro ('32 )
0-2 Achraf Hakimi ('78 )
Rautt spjald: Felix Klaus, Wolfsburg ('82)

Freiburg 0 - 1 Werder
0-1 Leonardo Bittencourt ('19 )
Rautt spjald: Philipp Bargfrede, Werder ('88)

Paderborn 1 - 1 Hoffenheim
0-1 Robert Skov ('4 )
1-1 Dennis Srbeny ('9 )

Leikur Bayern gegn Eintracht Frankfurt byrjar klukkan 16:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner