Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 23. maí 2023 12:15
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 8. umferð - Einn albesti leikmaður deildarinnar í dag
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Gísli Eyjólfsson er sjóðandi heitur.
Gísli Eyjólfsson er sjóðandi heitur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fagna á Kópavogsvelli.
Blikar fagna á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson fór gjörsamlega hamförum þegar Breiðablik vann 2-0 sigur gegn KA í 8. umferð Bestu deildarinnar. Hann vann vítaspyrnu sem Blikar skoruðu úr og skoraði svo annað markið með þrumufleyg, sláin inn.

„Hann var algjörlega 'unplayable' í þessum leik, KA-menn áttu ekki möguleika í hann. Og í raun og veru átti KA ekkert í Blikaliðið í þessum leik," segir Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu þar sem tilkynnt var að Gísli væri Sterkasti leikmaður umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar. „Hann er einn af þremur, mögulega tveimur, af bestu leikmönnum deildarinnar í dag, mögulega sá besti."

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Höfuðhöggið fyrir mót og 'fokk jú' merkið höfðu ekki meiri áhrif en þetta. Hvernig hann fer framhjá leikmanni KA, klobbar hann, og keyrir svo af stað. Það er ekki algengt á Íslandi að menn keyri á markið og láti vaða. Gísli hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og ég vonaði að hann kæmi í Val, 2020 minnir mig," segir Benedikt Bóas Hinriksson.

„Við þekktum Gísla sem 'tíu' en svo er hann settur í óeigingjarnara 'áttu hlutverk' á meistaratímabilinu. Við týndum honum aðeins frá markaskorun og stoðsendingum en í staðinn var hann prímusmótor inn á miðjunni. Nú er hann það og byrjaður aftur að skora og leggja upp. Þetta er skemmtilegri útgáfu af honum. Hann er með alla vinnsluna og við fáum að njóta sóknarhæfileika hans," segir Tómas.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hrósaði Gísla, í viðtali við mbl.is eftir leikinn.

„Við höf­um verið gott pressulið og markið kem­ur úr víti eft­ir pressu frá Gísla. Hann er einn besti pressu­leikmaður deild­ar­inn­ar og einn al­besti leikmaður deild­ar­inn­ar í dag. Við vor­um á tán­um og vor­um aggress­í­v­ir. Það er það sem ger­ir Breiðabliksliðið gott; dugnaður og mik­il ákefð," sagði Óskar.

„Gísli var yf­ir­burðamaður á vell­in­um og hef­ur verið einn besti leikmaður deild­ar­inn­ar í sum­ar,"

Við vild­um byrja sterkt og taka öfl­ugt fyrsta skref í seinni. Við höf­um verið gott pressulið og markið kem­ur úr víti eft­ir pressu frá Gísla. Hann er einn besti pressu­leikmaður deild­ar­inn­ar og einn al­besti leikmaður deild­ar­inn­ar í dag. Við vor­um á tán­um og vor­um aggress­í­v­ir. Það er það sem ger­ir Breiðabliksliðið gott; dugnaður og mik­il ákefð,“ sagði hann.

Óskar sagði markið hans Gísla vera það næst­besta sem hann hef­ur skorað fyr­ir Breiðablik. „Ég myndi halda að þetta væri núm­er tvö. Markið á Vík­ings­velli árið 2020 var betra. Erfiðleika­stigið á þessu marki var samt mjög hátt. Gísli var yf­ir­burðamaður á vell­in­um og hef­ur verið einn besti leikmaður deild­ar­inn­ar í sum­ar,“ sagði Óskar.

Sterkustu leikmenn:
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Innkastið - Yfirlýsingagleði og vonbrigði norðan heiða
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner