Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 17. apríl 2023 11:15
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 2. umferð - Þjálfarann óraði ekki fyrir þessu
Oliver Ekroth (Víkingur)
Oliver Ekroth er leikmaður umferðarinnar eftir frammistöðuna gegn Fylki.
Oliver Ekroth er leikmaður umferðarinnar eftir frammistöðuna gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mark, stoðsending og hélt markinu hreinu. Ekki hægt að byrja um meira. Markahæsti leikmaður deildarinnar sem stendur," skrifaði Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu um 2-0 sigur Víkings gegn Fylki.

Þessi 31 árs sænski miðvörður er funheitur og búinn að skora í tveimur fyrstu umferðum Bestu deildarinnar. Hann er Sterkasti leikmaður umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.

„Hann var mjög góður í fyrra og gefur okkur svo mikið í uppspili. Frábær á bolta og brjóta línurnar með föstum og hvössum sendingum en hefði ekki getað órað fyrir að hann væri með tvö mörk og stoðsendingu eftir fyrstu tvo leikina," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn.

„Við erum hættulegir í föstum leikatriðum og með alls konar góðar útfærslur og Sölvi Geir (Ottesen, aðstoðarþjálfari) búinn að standa sig vel í að koma með alls konar nýjungar í okkar leik,"

Oliver er á sínu öðru tímabili með Víkingi en hann hjálpaði liðinu að landa bikarmeistaratitlinum í fyrra.

Sterkustu leikmenn:
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Innkastið - Græn gleði og gulur völlur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner