Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mið 23. júní 2021 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Ískaldur og hefur trú á sjálfum sér
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Ég er ánægður, sérstaklega með það hvernig við komum inn í leikinn. Ég var virkilega ánægður með hugarfarið hjá leikmönnum," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 sigur gegn Fram í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Fram

ÍA var komið í 3-0 eftir 21 mínútu var leikurinn í raun búinn þegar þriðja markið kom.

„Þetta var vel spilaður leikur hjá strákunum."

Árni Marinó Einarsson fékk tækifæri í markinu og hann stóð sig vel. Hann hélt hreinu. „Hörkumarkmaður, hæfileikaríkur og á framtíðina fyrir sér í markinu. Hugarfarið hjá honum er virkilega gott, ískaldur og hefur trú á sjálfum sér."

„Það á enginn að vera í þessum leikmannahópi nema að hann hafi trú á að hann geti spilað fyrir okkur. Þú átt ekki að vera að æfa með meistaraflokki ÍA nema að þú hafir trú á að þú getir átt stöðu í liðinu."

ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar og það er mikilvægt fyrir liðið að komast aftur á sigurbraut. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir öll fótboltalið að vinna fótboltaleiki... það sem mér fannst skipta meira máli inn í þennan leik var að við myndum hafa trú á verkefninu og sýna það að við getum verið beinskeyttir, við getum haldið boltanum og séum með gæði í liðinu okkar."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner