Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 23. júní 2021 11:48
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Taktu þátt í að kjósa leikmann fyrsta þriðjungs
Lengjudeildin
Fram er á toppi deildarinnar.
Fram er á toppi deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net næsta laugardag verður rætt um gang mála í Lengjudeildinni nú þegar fyrsti þriðjungur mótsins er að baki.

Opinberað verður val á besta leikmanni umferða 1-7 en kosning stendur nú yfir á forsíðunni.

Fram hefur verið besta lið deildarinnar og er með fullt hús. Það kemur því ekki á óvart að tveir leikmenn úr liðinu eru tilnefndir. Það eru þeir Albert Hafsteinsson og Fred sem báðir hafa verið algjörlega magnaðir.

Davíð Þór Ásbjörnsson, lykilmaður hjá Kórdrengjum, og Pétur Theódór Árnason, sem er kominn með tíu mörk fyrir Gróttu, eru einnig tilnefndir.

Taktu þátt í kosningunni á forsíðu og hlustaðu á útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 alla laugardaga milli 12 og 14
Hvernig fer Liverpool - Everton á laugardag?
Athugasemdir
banner