West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   sun 23. júní 2024 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olise fær góða launahækkun - City og United mistókst að fá hann
Michael Olise.
Michael Olise.
Mynd: Getty Images
Michael Olise er að ganga í raðir þýska stórveldisins Bayern München frá Crystal Palace fyrir um 50 milljónir punda. Samkomulag er í höfn.

Olise var skiljanlega mjög eftirsóttur eftir að hann lék frábærlega með Crystal Palace. Chelsea sýndi honum mikinn áhuga og þá var hann einnig orðaður við Manchester City og United.

Daily Mail segir frá því að Olise muni fá ríflega launahækkun við skipti sín til Bayern en hann mun fá um 220 þúsund pund í vikulaun.

Olise hafnaði Chelsea og vildi frekar fara til Bayern en Mirror segir frá því að bæði City og United hafi reynt við Olise á síðustu stundu.

Bæði City og United vildu kaupa hann og fá hann svo eftir tólf mánuði til að fara ekki fram úr fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefði þá tekið aðra tólf mánuði hjá Crystal Palace.

En Olise ætlar að fara strax til Bayern og verður fróðlegt að sjá hvernig honum mun vegna þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner