Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   sun 23. júní 2024 23:16
Ívan Guðjón Baldursson
Varga verður ekki meira með á EM
Mynd: EPA
Ungverski framherjinn Barnabás Varga var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa lent í harkalegum árekstri við Angus Gunn, markvörð Skotlands, í mikilvægum sigri fyrr í kvöld.

Marco Rossi, ítalskur landsliðsþjálfari Ungverja, segir að ástand Varga sé gott en hann verði ekki meira með á EM, komist Ungverjar upp úr riðlinum.

„Það er í lagi með Varga. Því miður þá er hann með brot í kinnbeini og þarf að gangast undir aðgerð. Hann mun ekki spila meira með okkur ef við komumst upp úr riðlinum," sagði Rossi. „Hann er í góðu standi og ekki í neinskonar hættu.

„Strákarnir voru skelkaðir þegar þetta gerðist vegna þess að hann virtist vera meðvitundarlaus. Svo höfðu þeir áhyggjur útaf því hversu langan tíma það tók lækna og börur að mæta á svæðið."


Ungverjar unnu leikinn 1-0 með sigurmarki á 100. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner