Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. júlí 2019 21:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikir: Jói Berg lék seinni hálfleikinn með Burnley - Maguire skoraði fyrir Leicester
Sverrir Ingi kom inn á í sigri PAOK
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson lék seinni hálfleikinn þegar Burnley lagði Fleetwood að velli í æfingaleik í kvöld.

Joey Barton, fyrrum leikmaður Burnley, er stjóri Fleetwood.







Chris Wood skoraði annað mark Burnley á 58. mínútu þegar Jóhann Berg lagði boltann út á Phil Bardsley sem gaf svo fyrir á Wood. Ali Koiki gerði fyrra mark Burnley og kom það á 44. mínútu.

Southampton sigraði fyrr í dag Guangzhou frá Kína, 0-4, með mörkum frá Che Adams, Shane Long, Yann Valery og Christoph Klarer.

Sverrir Ingi Ingason kom inn á í sigri PAOK á Vincent Kompany og hans lærisveinum í Anderlecht. Samir Nasri var með fyrirliðaband Anderlecht í leiknum.

Leicester vann 0-3 sigur á Cambridge þar sem Harry Maguire var í byrjunarliðinu. Maguire kom Leicester á bragðið á 59. mínútu. Það voru svo Kelechi Iheanacho og Hamza Choudhury sem innsigluðu sigurinn í restina með sínu markinu hvor.
Athugasemdir
banner
banner