Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 23. júlí 2019 16:00
Magnús Már Einarsson
Nýr Messi orðaður við Manchester City
Manchester City er í viðræðum við Velez Sarsfield um kaup á miðjumanninum Thiago Almada.

Hinn 18 ára gamli Thiago er gífurlega efnilegur en honum hefur verið líkt við Lionel Messi í heimalandinu.

Manchester City er nú í viðræðum við Velez en riftunarverð í samningi Thiago hljóðar upp á sextán milljón punda.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur bætt miðjumanninum Rodri og vinstri bakverðinum Angelino við hópinn í sumar og Thiago gæti nú einnig komið til félagsins.
Athugasemdir
banner