Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís var komin í guðatölu í Svíþjóð - „Löngu tímabært"
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, mun spila með Bayern München á næstu leiktíð.

Bayern er stórveldi í Þýskalandi og varð þýskur meistari á síðustu leiktíð, ásamt því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Glódís hefur undanfarin ár spilað í Svíþjóð með Rosengård. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, fótboltaþjálfari hjá Kristianstad þar í landi, segir að sænskir fjölmiðlar hafi farið mikinn í því að hrósa Glódísi fyrir hennar frammistöðu. Það hafi eiginlega verið orðið þreytt en miðvörðurinn var ávallt í liði umferðarinnar í Svíþjóð á þessu tímabili. Það var eiginlega bara furðulegt þegar hún var þar ekki.

„Þetta er alveg tímabært. Hún er búin að vera þarna lengi og að lesa hvað fjölmiðlar skrifa um hana úti; það er alltaf það sama. 'Já, já frábært - hvað annað er nýtt?'"

„Hún er að fara í annað lið sem er sókndjarft og mikið með boltann. Hún er varnarmaður og ef maður hugsar út í landsliðið, þá hefði maður viljað sjá hana fara í lið þar sem hún verst meira. Metnaðurinn liggur þarna. Út frá þjálfaralegu sjónarmiði... maður má velta steinum."

„Þetta er geggjað skref fyrir hana og löngu tímabært. Hún þurfti nýja áskorun... það er geggjað gaman að sjá hana fara til Þýskalands og verður gaman að fylgjast með henni þar," sagði Bára í Heimavellinum sem má hlusta á hér að neðan.

Glódís er einn allra besti miðvörður Evrópu. Guðrún Arnardóttir, sem er einnig í íslenska landsliðinu, mun fylla hennar skarð hjá Rosengård.
Heimavöllurinn - Boltaspjall með Báru
Athugasemdir
banner
banner
banner