Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: ÍBV og Þór skoruðu fjögur í sigrum
Lengjudeildin
Guðjón Pétur var frábær í kvöld.
Guðjón Pétur var frábær í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór skoraði fjögur gegn Gróttu.
Þór skoraði fjögur gegn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Pétur Theódór var auðvitað á skotskónum fyrir Gróttu.
Pétur Theódór var auðvitað á skotskónum fyrir Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍBV styrkti stöðu sína í öðru sæti Lengjudeildarinnar með flottum sigri gegn Grindavík á Hásteinsvelli í kvöld.

Leikurinn byrjaði fjörlega en svo róaðist hann þegar leið á fyrri hálfleikinn. Undir lok fyrri hálfleiks gerði markvörður ÍBV slæm mistök. Jón Kristinn Elíasson var í markinu og hann var of lengi á boltanum. Dion Acoff refsaði fyrir það og kom Grindavík í forystu.

Leikmenn ÍBV mættu dýrvitlausir í seinni hálfleik. Sito jafnaði metin strax og skoraði Guðjón Pétur Lýðsson annað mark Eyjamanna ellefu mínútum síðar. Hann kláraði frábærlega, yfir Aron Dag í markinu, eftir að hann vann boltann af Josip Zeba.

Eyjamenn héldu bara áfram og bættu við tveimur mörkum til viðbótar. Stefán Ingi Sigurðarson og Tómas Bent Magnússon komu ÍBV í 4-1, en seinni hálfleikurinn var líklega einn besti hálfleikur ÍBV í sumar.

ÍBV er í öðru sæti með 26 stig, núna sex stigum á undan Grindavík sem er í fjórða sæti.

Þór skoraði einnig fjögur
Á Akureyri skoraði Þór fjögur mörk, rétt eins og ÍBV. Þeir tóku á móti Gróttu.

Ásgeir Marinó Baldvinsson kom Þór yfir, Jóhann Helgi Hannesson gerði annað markið og Fannar Daði Malmquist Gíslason þriðja markið. „ÞEIR ERU AÐ GANGA FRÁ GRÓTTU HÉRNA!!!" skrifaði Daníel Smári Magnússon í beinni textalýsingu er Fannar Daði skoraði þriðja markið.

„Fannar Daði Malmquist með stórkostlegan sólósprett! Brunaði í átt að marki Þórs af vinstri kantinum og kom sér inn á teig. Undir stífri pressu frá varnarmanni náði Fannar að pota boltanum með tánni framhjá Jóni í markinu. 3-0!"

Þessi þrjú mörk komu á 13 mínútna kafla og var staðan 3-0 í hálfleik fyrir Þórsara.

Ásgeir Marinó gerði fjórða markið eftir tíu mínútur í seinni hálfleik, en Gróttumenn bitu aðeins frá sér og skoruðu tvö áður en flautað var af.

Lokatölur 4-2 og er Þór núna í sjötta sæti með tveimur stigum meira en Grótta sem er í áttunda sæti. Grótta hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir þetta tap í kvöld.

ÍBV 4 - 1 Grindavík
0-1 Dion Jeremy Acoff ('37 )
1-1 Jose Enrique Seoane Vergara ('47 )
2-1 Guðjón Pétur Lýðsson ('58 )
3-1 Stefán Ingi Sigurðarson ('62 )
4-1 Tómas Bent Magnússon ('77 )
Lestu um leikinn

Þór 4 - 2 Grótta
1-0 Ásgeir Marinó Baldvinsson ('26 )
2-0 Jóhann Helgi Hannesson ('30 )
3-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('39 )
4-0 Ásgeir Marinó Baldvinsson ('55 )
4-1 Kjartan Kári Halldórsson ('67 )
4-2 Pétur Theódór Árnason ('86 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner