Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 23. september 2021 10:43
Elvar Geir Magnússon
Halldór Orri leikur kveðjuleik sinn með Stjörnunni
Halldór Orri Björnsson.
Halldór Orri Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri Björnsson mun á laugardaginn leika kveðjuleik sinn fyrir Stjörnuna þegar KR mætir í heimsókn í Garðabæinn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar.

„Þetta tímabil hefur verið fullt af allskonar en við horfum fram á við og komum sterkari til leiks. Þessi leikur hefur samt sem áður mikla þýðingu fyrir einn af okkar dyggustu þjónum frá upphafi og jafnframt einn markahæsta leikmann okkar í efstu deild!" segir í tilkynningu Stjörnunnar á Facebook.

„Halldór Orri mun leika kveðjuleik sinn á laugardaginn þegar KR mætir í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. Fjölmennum á völlinn og kveðjum Dóra almennilega, eins og hann á svo sannarlega skilið."

Halldór Orri sem er 34 ára er uppalinn Stjörnumaður og byrjaði að leika fyrir meistaraflokk á Íslandsmótinu 2004 en Stjarnan var þá í B-deildinni.

Á ferli sínum hefur hann einnig leikið fyrir Pfullendorf í Þýskalandi og Falkenbergs á Svíþjóð auk FH í Hafnarfirði.

Á þessu tímabili hefur hann spilað tólf leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni.


Athugasemdir
banner
banner