Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   lau 23. september 2023 21:02
Brynjar Ingi Erluson
England: Samvinna Evans og Fernandes skóp sigur Man Utd
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Burnley 0 - 1 Manchester Utd
0-1 Bruno Fernandes ('45 )

Manchester United er komið aftur á sigurbraut og það þökk sé stórglæsilegu marki fyrirliðans, Bruno Fernandes, í 1-0 sigrinum á Burnley á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Það var fjör strax í byrjun leiks. James Trafford varði frá Bruno Fernandes áður en André Onana varði góðan skalla Zeki Amdouni.

Burnley komst nálægt því að skora. Jóhann Berg Guðmundsson fann Aaron Ramsey, sem kom með glæsilega sendingu inn á Amdouni, en skot hans hafnaði í stönginni.

Þremur mínútum síðar fór Jóhann af velli vegna meiðsla.

Á 25. mínútu kom norður-írski varnarmaðurinn, Jonny Evans, boltanum í netið. Hann var að byrja sinn fyrsta leik fyrir United í átta ár, en var á köflum besti leikmaður liðsins í kvöld.

Hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Sergio Reguilona, en markið dæmt af þar sem Rasmus Höjlund stóð fyrir framan Trafford, var rangstæður og hafði áhrif á leikinn.

Evans var ekki hættur og ætlaði sér stóra hluti. Undir lok hálfleiksins átti hann langa og hnitmiðaða sendingu inn í teiginn á Bruno Fernandes sem tók hann á lofti og í netið. Minnti helst á mark Robin van Persie gegn Aston Villa fyrir tíu árum síðan.

Burnley reyndi að ná inn jöfnunarmarki í síðari hálfleiknum. Sander Berge náði einhvern veginn að setja öxlina í boltann eftir hornspyrnu, en sú tilraun fór aftur fyrir endamörk.

Raphael Varane og Sofyan Amrabat eru báðir mættir til baka. Varane hafði verið að glíma við meiðsli í byrjun tímabils og Amrabat var þá að leik sinn fyrsta leik í treyju United.

Lokatölur 1-0 fyrir Man Utd, sem var að vinna þriðja leik sinn á tímabilinu, en liðið er með 9 stig eftir sex leiki. Burnley hefur aðeins náð í eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner