Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 12:45
Kári Snorrason
Ömmi spilar í gegnum meiðsli - „Svipuð staða frá því í desember og til dagsins í dag“
Ögmundur spilaði sinn fyrsta deildarleik í rúmt ár í gær.
Ögmundur spilaði sinn fyrsta deildarleik í rúmt ár í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur segir meiðslin þrálát og að hann sé í sömu stöðu og í Desember.
Ögmundur segir meiðslin þrálát og að hann sé í sömu stöðu og í Desember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu Ögmundar í gær.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu Ögmundar í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson spilaði sinn fyrsta deildarleik í rúmlega heilt ár í jafntefli Vals gegn Breiðablik í gær. Hann hefur glímt við nárameiðsli frá því í desember á síðasta ári en spilar í gegnum meiðslin. Fótbolti.net ræddi við Ögmund varðandi stöðuna á honum.

„Hvort sem að maður er heill heilsu eða ekki, þá er ég alltaf til í að spila ef þjálfarinn vill það. Hann vildi það núna og ég gerði það í þetta sinn. Ég er búinn að æfa síðustu vikur og þekki skrokkinn á mér, ég gæt dílað við þetta þó að ég sé tæpur hér og þar.“

„Ég spilaði bara á síðasta tímabili í deild. Síðan var eitthvað reynt í vetur í einhverjum æfingaleikjum. En meiðslin hafa sett strik í reikninginn þetta árið.“

Svipuð staða í dag og í desember

„Meiðslin byrjuðu í upphafi undirbúningstímabils. Það rifnaði eitthvað í nárasvæðinu hjá mér. Svo er þetta búið að vera þrálátt í einhverjum bólgum og alls konar veseni. Ég er ekki búinn að finna hvernig ég get leyst þetta. Það hefur verið svipuð staða á mér frá því í desember og til dagsins í dag.“

„Ég æfði í allan vetur. Eftir að Frederik (Schram) kom þá hvíldi ég aðeins í einhverja mánuði. Ég vonaði að þetta myndi jafna sig en það gerðist ekki. En ég náði að spila 90. mínútur í gær og er í lagi í dag. Þetta er ekkert til að kvarta yfir, það eru fleiri menn en ég sem eru að spila í gegnum meiðsli, það er partur af þessu.“

Frederik Schram, var ætlaður sem staðgengill Ögmundar í marki Vals, en hann verður ekki meira með á þessu tímabili vegna meiðsla.

„Ég er ekki búinn að vera 'fit to play' og þar af leiðandi þurfti Valur að gera eitthvað í sínum málum og tóku Frederik. Svo atvikaðist þetta þannig að ég spilaði í gær.“

Túfa um Ögmund

Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var spurður út í Ögmund eftir leik Vals gegn Breiðablik í gær.

„Þeir eru mismunandi týpur af markvörðum. Við erum búnir að fá ellefu mörk á okkur í síðustu fjórum leikjunum sem Frederik hefur misst af. Ég er alls ekki að benda á Stefán sjálfan.“

„Ég taldi að liðið þurfti meiri reynslu og öðruvísi týpu sem er meira stýrandi og gefur liðinu meiri ró og sjálfstraust í komandi baráttu. Ég er mjög ánægður með frammistöðu Ögmundar í dag.“

Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Athugasemdir