Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Dragan hættir með Fjarðabyggð eftir tímabilið (Staðfest)
Dragan Stojanovic hættir með Fjarðabyggð eftir tímabilið
Dragan Stojanovic hættir með Fjarðabyggð eftir tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dragan Stojanovic, þjálfari Fjarðabyggðar í 2. deildinni, mun hætta með liðið eftir tímabilið en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu á Facebook.

Fjarðabyggð féll úr Inkasso-deildinni og niður í 2. deild eftir tímabilið árið 2016 og tók Dragan við liðinu í október sama ár.

Liðið lenti í 8. sæti á fyrsta tímabili hans með liðið, sjöunda árið 2018 og níunda á síðasta tímabili.

Liðið situr nú í 8. sæti með 24 stig þegar tveir leikir eru eftir og er sæti liðsins í 2. deildinni tryggt.

Dragan mun stýra liðinu í síðustu tveimur leikjunum áður en hann lætur af störfum.

Hann hefur þjálfað Þór, Völsung og KF auk þess sem hann hefur þjálfað kvennalið Þórs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner