Patrice Evra, sem lék meðal annars fyrir Manchester United á sínum fótboltaferli, hefur stigið fram og greint frá því að hann hafi verið misnotaður kynferðislega þegar hann var ungur.
Evra er að gefa út ævisögu sína, sem ber heitið 'I Love This Game' seinna í þessum mánuði. Í bókinni segir hann frá hræðilegri lífsreynslu; Evra segist hafa verið misnotaður kynferðislega þegar hann var 13 ára gamall.
Evra segir að það hafi verið gífurlega erfitt að segja móður sinni frá þessu. Hann er ekki enn búinn að segja öllum systkinum sínum frá.
„Mamma bað mig um að setja þetta ekki í bókina, hún sagði að þetta væri einkamál. En ég sagði við hana: 'Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst um hina krakkana'. Hún skilur það," segir Evra.
„Ég er tilbúinn að tala við fólk um þetta. Það var erfiðast að segja mömmu frá."
Evra vonast til að geta hjálpað öðrum þolendum með því að segja sína sögu, og opna sig um þetta málefni.
"I don’t want kids to be in my situation and feel ashamed of themselves."
— Times Sport (@TimesSport) October 22, 2021
Patrice Evra reveals he was sexually abused as a teenager by his former teacher. In an exclusive interview he talks to @allyrudd_times about why he wants to tell his story https://t.co/mZAOq1Z8D8
Athugasemdir