lau 23. október 2021 17:50
Ívan Guðjón Baldursson
Samúel Kári kom inn í stórsigri - Valgeir og Ísak töpuðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Guðmundur Svansson
Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu á Norðurlöndunum í dag. Í Noregi vann Viking stórsigur á Lilleström þar sem Samúel Kári Friðjónsson kom inn af bekknum snemma í síðari hálfleik.

Viking var tveimur mörkum yfir þegar Samúel Kári kom inn og urðu lokatölur 5-1.

Patrik Sigurður Gunnarsson var ónotaður varamaður hjá Viking.

Björn Bergmann Sigurðarson var þá ekki í leikmannahópi Molde vegna meiðsla.

Molde heimsótti Stabæk og vann góðan 0-3 sigur þrátt fyrir að spila stærsta hluta leiksins manni færri.

Molde er á toppi deildarinnar jafnt Bodö/Glimt á stigum, en Bodö á leik til góða.

Viking 5 - 1 Lilleström

Stabæk 0 - 3 Molde

Í Svíþjóð kom Valgeir Lunddal Friðriksson inn af bekknum í svekkjandi tapi BK Häcken gegn Halmstad.

Heimamenn voru betri í leiknum en gestirnir nýttu færin betur og skópu afar mikilvægan sigur.

Valgeir fékk að spila síðustu 10 mínútur leiksins en heimamönnum tókst ekki að jafna.

Halmstad er í harðri fallbaráttu, fimm stigum eftir Häcken.

Í sænsku B-deildinni lék Alex Freyr Hauksson allan leikinn er Öster gerði markalaust jafntefli við Norrby.

Öster er með 36 stig eftir 26 umferðir, sjö stigum frá toppbaráttunni.

Häcken 2 - 3 Halmstad

Norrby 0 - 0 Öster

Að lokum var Ísak Óli Ólafsson í tapliði Esbjerg sem tók á móti Fredericia í dönsku B-deildinni.

Esbjerg er aðeins með 12 stig eftir 13 umferðir, þremur stigum fyrir ofan botnsætið

Esbjerg 1 - 2 Fredericia

Athugasemdir
banner
banner