Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   lau 23. október 2021 14:20
Aksentije Milisic
Schmeichel: Vilja stuðningsmenn annan Van Gaal eða Mourinho?
Mynd: Twitter
Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður Manchester United, segir að Antonio Conte sé ekki rétti maðurinn til þess að taka við Manchester United.

Conte hefur mikið verið orðaður við starfið að undanförnu en gengi liðsins undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu.

„Þú getur sagt að Conte sé frábær stjóri en hann stoppar ekki við í nema 1-2 ár," sagði Daninn.

„Við erum ekki þannig félag, við höfum reynt þetta og það virkar ekki. Van Gaal vann ekki deildina og ekki Mourinho heldur. Antonio Conte mun ekki vinna hana heldur."

Schmeichel er ánægður með Ole og starfið sem hann er að gera.

„Viljið stuðningsmenn í alvörunni annan Van Gaal eða Mourinho? Stjórar með stór nöfn sinna unglingaliðunum og þróun leikmanna ekki jafn vel og Solskjær gerir."

Athugasemdir
banner