Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. nóvember 2021 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Chelsea og Juventus: Lukaku snýr aftur í hópinn
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: EPA
Það er stórleikur í Meistaradeildinni á eftir þegar Chelsea tekur á móti Juventus. Leikurinn hefst klukkan 20:00.

Juventus er búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum og getur með jafntefli í dag tryggt sér sigur í riðlinum. Chelsea er með níu stig í öðru sæti.

Romelu Lukaku, sóknarmaður Chelsea, er að koma til baka eftir meiðsli. Hann er mættur aftur í hópinn og byrjar á bekknum í dag.

Thomas Tuchel gerir tvær breytingar á liði sínu frá sigurleiknum gegn Leicester um síðustu helgi. Mason Mount fer á bekkinn og Kai Havertz er ekki með. Inn koma Christian Pulisic og Hakim Ziyech.

Juventus byrjar með sterkt lið. Þeirra helsta ógn er kantmaðurinn Federico Chiesa.

Byrjunarlið Chelsea: Mendy; Chalobah, Thiago Silva, Rüdiger; Reece James, Kanté, Jorginho, Chilwell; Pulisic, Hudson-Odoi, Ziyech.

Byrjunarlið Juventus: Szczesny; Cuadrado, Bonucci, De Ligt, Alex Sandro; Bentancur, McKennie, Locatelli, Rabiot; Chiesa, Morata.

Leikir dagsins:

F-riðill
17:45 Villarreal - Man Utd (Viaplay)
20:00 Young Boys - Atalanta (Viaplay)

E-riðill
17:45 Dynamo K. - Bayern (Stöð 2 Sport 3)
20:00 Barcelona - Benfica (Stöð 2 Sport 3)

G-riðill
20:00 Lille - Salzburg (Viaplay)
20:00 Sevilla - Wolfsburg (Viaplay)

H-riðill
20:00 Chelsea - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Malmo FF - Zenit (Stöð 2 Sport 4)
Athugasemdir
banner
banner
banner