Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. nóvember 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Óbólusettir leikmenn Bayern látnir taka á sig launaskerðingu
Kimmich kaus að vera ekki bólusettur.
Kimmich kaus að vera ekki bólusettur.
Mynd: EPA
Serge Gnabry.
Serge Gnabry.
Mynd: Getty Images
Þeir leikmenn Bayern München sem hafa kosið að fara ekki í bólusetningu vegna Covid-19 faraldursins eru komnir í sóttkví eftir að hafa verið í nálægð við smitaðan einstakling.

Joshua Kimmich, ein helsta stjarna liðsins, hefur sagt það opinberlega að það sé sitt val að afþakka bólusetningu þar sem hann telji að langtímaáhrif af bólusetningu séu óljós.

Auk Kimmich hafa þeir Serge Gnabry, Jamal Musiala, Eric-Maxim Choupo-Moting og Michael Cuisance allir afþakkað bólusetningu og eru því komnir í sóttkví.

Þýskir fjölmiðlar segja að Bayern München hafi ákveðið að þeir leikmenn sem eru óbólusettir fái ekki greidd laun fyrir þann tíma sem þeir þurfa að taka út sóttkví. Skiptar skoðanir eru á þeirri ákvörðun Bayern og einhverjar sögusagnir um að leikmennirnir hyggist leita réttar síns.

Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, segir það bagalegt hversu stór hluti leikmannahóps síns hafi kosið að fá ekki bólusetningu.

Leroy Sane, leikmaður Bayern og góður vinur Kimmich og Gnabry, sagði þetta á fréttamannafundi: „Ég hef verið bólusettur og hvet alla til að fá bóluefni. Auðvitað vildi ég vera með þessa leikmenn í hópnum svo þeir geti aðstoðað liðið. En ég virði þeirra ákvörðun," sagði Sane.

Bayern tapaði óvænt fyrir Augsburg um síðustu helgi og er nú með aðeins eins stigs forystu á Borussia Dortmund í þýsku deildinni.

Bayern heimsækir Dynamo Kiev í Meistaradeildinni klukkan 17:45 í dag. Bæjarar eru með fullt hús í sínum riðli og hafa þegar tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni.
Athugasemdir
banner
banner