Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 23. nóvember 2022 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sven-Göran: Bale kæmist varla á bekkinn hjá Englandi
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, svaraði spurningum varðandi B-riðil heimsmeistaramótsins þar sem England er í riðli ásamt frændum sínum frá Bandaríkjunum og bræðrum frá Wales.


Eriksson hefur mikla trú á enska landsliðinu í ár og býst ekki við að Wales muni takast að veita mikla mótspyrnu. Hann 

„Það er ekki hægt að bera Wales saman við England þó að Wales geti gert Englendingum lífið leitt á sínum degi. Ég býst þó ekki við að það verði raunin þegar liðin mætast. Wales treystir á Aaron Ramsey og Gareth Bale á meðan enska liðið er með varamannabekk sem kæmist allur í byrjunarliðið hjá Wales. Það er risastór gæðamunur á leikmönnum liðanna og ef Bale spilar ekki uppá sitt besta eru möguleikar Wales afar smáir," sagði Eriksson.

„Bale er eini leikmaður Wales sem kæmist kannski í leikmannahópinn hjá Englandi. Hann myndi þurfa að berjast um sæti á varamannabekknum því enska liðið er alltof sterkt. Það verður áhugavert að sjá hvort þeim takist að rúlla yfir Bandaríkin og Wales eins og þeim tókst gegn Íran."

Eriksson talaði næst um ríginn sem ríkir á milli Wales og Englands. Þar er Wales litli bróðirinn sem vill alltaf gera sitt besta til að ganga í augun á stóra bróður sínum.

„England vill vinna gegn Wales en fyrir Wales þá er þetta mikið þýðingarmeira. Það er draumur fyrir Wales að vinna gegn Englandi því það gerist svo sjaldan. Leikmenn Wales munu leggja allt í sölurnar til að eiga leik lífsins og ganga í augun á stóra bróður sínum, Englandi."

Þjálfarinn var að lokum spurður hvort hann hefði unnið eitthvað stórmót við stjórnvölinn hjá Englandi hefði Bale verið enskur en ekki velskur á þeim tímum.

„Nei. Ég er ekki viss um að hann hafi komist í byrjunarliðið þó hann hefði verið enskur. Hann hefði þurft að berjast hart um byrjunarliðssæti."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner