Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 24. janúar 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Crystal Palace í viðræðum um að fá Carrasco lánaðan
Belgíski kantmaðurinn Yannick Carrasco hefur verið eftirsóttur af félögum á borð við Arsenal og Napoli en gæti nú verið á leið til Crystal Palace á lánssamningi.

Carrasco er 26 ára gamall og á 41 A-landsleik að baki fyrir Belgíu. Hann hefur leikið fyrir Dalian Yifang síðustu tvö ár og gert 22 mörk í 47 leikjum í kínversku deildinni.

Crystal Palace er í viðræðum við kínverska félagið um að fá Carrasco lánaðan út tímabilið. Kínverska deildartímabilið byrjar í mars og myndi hann því aðeins missa af tveimur mánuðum.

Sky Sports greinir frá þessu. Carrasco fær rúmlega 100 þúsund pund í vikulaun og gæti það flækt fyrir samningsviðræðum.

Rafael Benitez er við stjórnvölinn hjá Dalian Yifang. Salomon Rondon, Emmanuel Boateng og Marek Hamsik eru meðal leikmanna liðsins.
Athugasemdir
banner
banner