fös 24. janúar 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Crystal Palace í viðræðum um að fá Carrasco lánaðan
Carrasco spilaði 123 leiki fyrir Atletico áður en hann flutti til Kína.
Carrasco spilaði 123 leiki fyrir Atletico áður en hann flutti til Kína.
Mynd: Getty Images
Belgíski kantmaðurinn Yannick Carrasco hefur verið eftirsóttur af félögum á borð við Arsenal og Napoli en gæti nú verið á leið til Crystal Palace á lánssamningi.

Carrasco er 26 ára gamall og á 41 A-landsleik að baki fyrir Belgíu. Hann hefur leikið fyrir Dalian Yifang síðustu tvö ár og gert 22 mörk í 47 leikjum í kínversku deildinni.

Crystal Palace er í viðræðum við kínverska félagið um að fá Carrasco lánaðan út tímabilið. Kínverska deildartímabilið byrjar í mars og myndi hann því aðeins missa af tveimur mánuðum.

Sky Sports greinir frá þessu. Carrasco fær rúmlega 100 þúsund pund í vikulaun og gæti það flækt fyrir samningsviðræðum.

Rafael Benitez er við stjórnvölinn hjá Dalian Yifang. Salomon Rondon, Emmanuel Boateng og Marek Hamsik eru meðal leikmanna liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner