Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 24. janúar 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Fátt stöðvar Atletico í deildinni um þessar mundir
Mynd: Getty Images
Joao Felix og Luis Suarez náðu vel saman í sóknarlínu Atletico Madrid gegn Valencia í kvöld.

Uros Racic skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Valencia en Felix jafnaði fyrir leikhlé fyrir Atletico. Snemma í seinni hálfleiknum skoraði Suarez eftir undirbúning frá Felix og kom Atletico yfir.

Argentínumaðurinn Angel Correa innsiglaði svo sigur Atletico á 72. mínútu og þar við sat. Atletico hefur núna unnið 13 af síðustu 14 leikjum sínum í deildinni.

Atletico er á toppi deildarinnar með sjö stiga forskot á Real Madrid sem er í öðru sæti. Atletico á einnig leik til góða. Valencia hefur átt afar slakt tímabil til þessa og situr í 14. sæti.

Fyrr í kvöld skildu Celta og Eibar jöfn, 1-1. Celta er í 11. sæti og Eibar í 15. sæti deildarinnar.

Atletico Madrid 3 - 1 Valencia
0-1 Uros Racic ('11 )
1-1 Joao Felix ('23 )
2-1 Luis Suarez ('54 )
3-1 Angel Correa ('72 )

Celta 1 - 1 Eibar
1-0 Brais Mendez ('9 )
1-1 Bryan Salvatierra ('53 )

Önnur úrslit í dag:
Spánn: Fjórði sigur Barca í röð - Osasuna úr fallsæti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner