Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   lau 24. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Saka hefur svo mikil áhrif þó hann skori ekki
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta þjálfari Arsenal svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir klassískan slag liðsins gegn Manchester United.

Liðin eigast við í spennandi leik á morgun og er Arteta mjög ánægður með að vera kominn með mikilvæga leikmenn aftur úr meiðslum. Riccardo Calafiori og Piero Hincapié eru þeir einu sem eru á meiðslalistanum, að undanskildum hinum unga Max Dowman, sem stendur og eru varnarmennirnir báðir mjög nálægt endurkomu á völlinn.

Arteta talaði um framherjamálin þar sem Kai Havertz og Gabriel Jesus eru komnir úr meiðslum til að veita Viktor Gyökeres samkeppni.

„Viktor (Gyökeres) fékk ekkert undirbúningstímabil svo hann fær smá tækifæri til að draga andann núna. Það er frábært að fá Gabriel Jesus aftur inn, það var æðislegt þegar hann skoraði tvennu um daginn og svo hafði Viktor mikil áhrif á leikinn þegar hann kom inn af bekknum," sagði Arteta.

„Piero (Hincapié) og Riccardo (Calafiori) eru tæpir. Við munum sjá það á æfingasvæðinu á morgun hvort þeir geti verið með í hóp eða ekki."

Arteta ræddi einnig um Bukayo Saka sem er núna búinn að spila tólf leiki í röð án þess að skora mark.

„Hann hefur svo mikil áhrif á leikinn þó að hann skori ekki mörk. Hann er að spila vel og er sérstaklega öflugur í að draga varnarmenn í sig til að skapa pláss fyrir samherja. Auðvitað viljum við að hann skori og leggi upp í hverjum leik, það verður að vera markmiðið."

Pep Guardiola þjálfari Manchester City er lærifaðir Arteta og talaði um Arsenal sem besta lið í heimi í viðtali á dögunum.

„Ég veit ekki hvort við séum besta lið í heimi. Við erum lið sem vill alltaf bæta sig. Við erum að gera margt rétt en við erum langt frá því að vera fullkomnir. Við erum að spila á mjög háu getustigi en eina markmiðið okkar sem leikmannahópur er að halda áfram að bæta okkur á milli vikna."

Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stiga forystu og er einnig á toppinum í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu, með fullt hús stiga fyrir lokaumferðina.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir