Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Alex fékk að spreyta sig - Dagur Dan byrjaði
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: CF Montre?al
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í æfingaleikjum í dag en Andri Fannar Baldursson var ekki með í eina keppnisleiknum hjá Íslendingaliði.

Andri Fannar var í leikbanni er Kasimpasa tapaði naumlega á útivelli gegn Trabzonspor í tyrknesku deildinni. Kasimpasa er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsvæðið á meðan Trabzonspor er í toppbaráttunni.

Dagur Dan Þórhallsson var þá í byrjunarliði CF Montreal sem tapaði 3-2 í æfingaleik gegn Slovan Liberec.

FCK lagði B.93 að velli og lék Rúnar Alex Rúnarsson seinni hálfleikinn á milli stanga Kaupmannahafnar á sama tíma og Breki Baldursson var í byrjunarliði Esbjerg í sigri gegn Silkeborg.

Í Noregi tapaði Álasund gegn Brattvåg á meðan Odd gerði jafntefli við Arendal. Eftirsóttur Stefán Ingi Sigurðarson var ekki með Sandefjord í sigri gegn Lilleström.

Gautaborg sigraði að lokum gegn Öster.

Trabzonspor 2 - 1 Kasimpasa

Liberec 3 - 2 Montreal

Kobenhavn 3 - 2 B.93

Silkeborg 1 - 3 Esbjerg

Aalesund 0 - 2 Brattvag

Odd 1 - 1 Arendal

Lilleström 1 - 2 Sandefjord

Öster 1 - 3 Göteborg

Athugasemdir
banner
banner