Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tsimikas aftur til Liverpool ef Robertson verður seldur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fabrizio Romano er meðal fréttamanna sem greina frá því að AS Roma sé búið að gefa grænt ljós á að skila Kostas Tsimikas aftur til Liverpool á næstu dögum ef Andy Robertson verður seldur.

Greint hefur verið frá því á síðustu dögum að Nottingham Forest vilji fá Tsimikas í sínar raðir út tímabilið en Romano telur að Tsimikas muni vera varaskeifa fyrir Milos Kerkez næstu mánuðina, ef Robertson skiptir yfir til Tottenham.

Tsimikas hefur ekki hrifið í Róm og er varamaður undir stjórn Gian Piero Gasperini, þar sem hann er fjórði í goggunarröðinni á eftir Wesley Franca, Angelino og Zeki Celik en Devy Rensch er einnig hjá félaginu sem hefur ekki þörf á svona mörgum bakvörðum.

Angelino hefur verið að glíma við meiðsli nánast allt tímabilið en fékk mikinn spiltíma fyrstu vikurnar undir stjórn Gasperini.

Mögulegt er að Tsimikas endi hjá Nottingham Forest ef Robertson fer ekki til Tottenham.

   23.01.2026 11:45
Tottenham reynir óvænt við Robertson

Athugasemdir
banner
banner
banner