Manchester United og Tottenham hafa mikinn áhuga á Yan Diomande, ungum kantmanni RB Leipzig, en hann er alltof dýr fyrir úrvalsdeildarfélögin.
RB Leipzig vill fá 100 milljónir evra fyrir Diomande, sem er aðeins 19 ára gamall og er kominn með sjö mörk og fjórar stoðsendingar í átján leikjum á tímabilinu.
Leipzig greiddi upp riftunarverðið í samningi Diomande hjá spænska félaginu Leganés síðasta sumar og hefur táningurinn heldur betur vakið athygli með framgöngu sinni.
Hann er afar leikinn kantmaður og var partur af liði Fílabeinsstrandarinnar sem datt úr leik í 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar eftir tap gegn Egyptalandi fyrr í mánuðinum.
Stórveldin PSG og FC Bayern eru einnig að fylgjast með Diomande, sem er með fjögur og hálft ár eftir af samningi við Leipzig.
Athugasemdir




