Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   fös 23. janúar 2026 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Markalaust í Hamborgarslagnum
Mynd: EPA
St. Pauli 0 - 0 Hamburger SV

St. Pauli og HSV áttust við í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild þýska boltans og var allt í járnum í þessum áhugaverða Hamborgarslag.

Fyrri hálfleikurinn var steindauður þar sem aðeins þrjár marktilraunir litu dagsins ljós.

Það var aðeins meira líf í síðari hálfleiknum en hvorugu liði tókst þó að skapa sér hættulegt færi. Niðurstaðan 0-0 jafntefli.

St. Pauli er í fallsæti með 13 stig eftir 18 umferðir, fimm stigum á eftir Hamburger.
Athugasemdir
banner
banner
banner