Danska félagið Fredericia FF er búið að staðfesta félagaskipti Kristins Snæs Guðjónssonar.
Kristinn Snær er 21 árs gamall og lék sjö leiki með KFK í 3. deildinni í fyrra.
Hann er uppalinn hjá HK og Aftureldingu en fékk aldrei tækifæri í keppnisleik með meistaraflokki. Kristinn á í heildina 15 keppnisleiki að baki í deildarkeppni á Íslandi, allir með KFK.
Undanfarin ár hefur Kristinn leikið með Oakland háskólanum í bandaríska háskólaboltanum við góðan orðstír.
Fredericia FF er í Jótlandsseríunni, svæðisdeild á Jótlandi.
„Kristinn er mjög alvarlegur og spennandi leikmaður, það verður gaman að fylgjast með honum í vor. Hann er mjög fljótur og með mikla hlaupagetu," segir John Andersen þjálfari Fredericia.
Athugasemdir


