Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Barcola skaut PSG á toppinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Auxerre 0 - 1 PSG
0-1 Bradley Barcola ('79)

Evrópumeistarar Paris Saint-Germain heimsóttu Auxerre í eina leik kvöldsins í efstu deild franska boltans og var staðan markalaus stærsta hluta leiksins.

Frakklandsmeistararnir voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komust nokkrum sinnum nálægt því að skora án þess að takast ætlunarverk sitt.

Seinni hálfleikurinn var aðeins jafnari en áfram voru gestirnir frá París sterkari aðilinn. Þeir náðu þó ekki að koma boltanum í netið fyrr en á 79. mínútu, þegar Bradley Barcola skoraði eftir ótrúlega auðvelda skyndisókn.

Auxerre fór fram með gríðarlega marga leikmenn í hornspyrnu og skiluðu þeir sér ekki til baka, svo PSG var með þrjá leikmenn gegn einum í skyndisókninni. Ousmane Dembélé átti úrslitasendinguna.

Lokatölur urðu 0-1 og er PSG með 45 stig eftir 19 umferðir, tveimur stigum fyrir ofan Lens sem á leik til góða.

Lens á mjög erfiðan leik á útivelli gegn Marseille og þarf sigur þar til að endurheimta toppsætið.

Auxerre er í fallsæti með 12 stig.
Athugasemdir
banner
banner