Fjölmiðlar hafa á síðustu dögum greint frá áhuga stórvelda Barcelona, PSG og Chelsea á argentínska framherjanum Julián Alvarez, sem leikur með Atlético Madrid.
ESPN segir að Arsenal sé einnig með í kapphlaupinu en Alvarez er ennþá með fjögur og hálft ár eftir af samningi við Atlético.
Atlético borgaði tæplega 100 milljónir evra til að kaupa Alvarez úr röðum Manchester City sumarið 2024 og vill ekki selja heimsmeistarann frá sér.
Alvarez er með 45 mörk í 80 leikjum frá komu sinni til Atlético en sér ekki fram á að vinna mikið af titlum með félaginu og gæti því viljað skoða sig um ef stærstu félög Evrópu sýna honum áhuga.
Ljóst er að ef Alvarez fer fram á sölu mun Atlético vilja fá vel rúmar 100 milljónir fyrir leikmanninn sinn.
20.01.2026 12:30
Barcelona og Chelsea gætu gert tilboð í Alvarez í sumar
Athugasemdir





